Sky Sports í Þýskalandi segir að Manchester United hafi áhuga á að fá Leon Goretzka, Leroy Sane og Alphonso Davies fá FC Bayern.
Í frétt Sky kemur þó fram að forráðamenn United telji sig ekki eiga mikinn séns á fá Davies.
Vinstri bakvörðurinn verður samningslaus næsta sumar og er vitað að Real Madrid hefur áhuga.
Goretzka er miðjumaður sem Bayern er til í að losa sig við en hann á 18 mánuði eftir af samningi sínum.
Samningur Sane rennur út næsta sumar samkvæmt fréttinni en vitað er að hann hefði áhuga á að spila aftur á Englandi.
Bæði Goretzka og Sane eru í litlu hlutverki hjá Bayern eftir að Vincent Kompany tók við.