Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður, átti ágætis leik í kvöld er okkar menn spiluðu við Wales í Þjóðadeildinni.
Ísland lenti 2-0 undir í viðureigninni en kom til baka og náði að lokum í gott stig – næsti leikur liðsins er við Tyrkland á mánudag.
,,Mér fannst við líka fá sénsa í fyrri hálfleik en vorum ekki nógu sharp. Í boxinu var þetta ekki nógu sharp,“ sagði Jón Dagur.
,,Við náðum að halda línunni ofarlega, spiluðum góðan bolta og sköpuðum færi og tikkuðum í öll boxin nema að skora mörk.“
Logi Tómasson kom inná með stæl og skoraði fyrra mark Íslands ásamt því að eiga stóran hlut í því seinna sem endaði þó sem sjálfsmark Danny Ward, markvarðar Wales.
,,Hún var skemmtileg [innkoma Loga], ég veit ekki alveg hvort hann hafi gott af þessu. Hann ætlar að claima seinna markið en það er sjálfsmark.“