Sir Jim Ratcliffe sem á 28 prósenta hlut í Manchester United er sagður hamra á því að félagið ráði Thomas Tuchel sem næsta stjóri. Manchester Evening News segir frá.
Stjórnendur United hafa í tvígang fundað í vikunni þar sem málefni Erik ten Hag voru meðal annars til umræðu.
Ekkert hefur komið fram hvort það standi til að reka þann hollenska sem hefur farið illa af stað í deildinni.
Vitað er að Ratcliffe átti langan fund með Tuchel í Monaco í sumar þegar forráðamenn United íhugðu að reka Ten Hag.
United hefur byrjað hræðilega í ensku úrvalsdeildinin og er liðið með 8 stig eftir sjö leiki, versta byrjun sögunnar hjá United.
Tuchel er án vinnu eftir að hafa hætt með FC Bayern í sumar en talið er að hann væri klár í slaginn ef símtalið frá Ratcliffe kæmi.