fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Aron Snær yfirgefur KR og skrifar undir í Njarðvík

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson er genginn í raðir Njarðvíkur frá KR. Hann skrifar undir samning út tímabilið 2025.

Aron er 26 ára gamall og hann spilaði 11 leiki með KR í Bestu deildinni í fyrra. Hann hefur verið orðaður við brottför undanfarið og er nú mættur til Lengjudeildarliðs Njarðvíkur.

„Við Njarðvíkingar erum gríðarlega sáttir með að fá Aron til liðs við okkur. Frá því að ég endursamdi við Njarðvík í vor þá hafa allir hjá klúbbnum verið mjög samstilltir á það markmið að taka næstu skref með Njarðvíkurliðið og að fá leikmann sem á 80 leiki í Bestu deildinni er klárlega skref í rétta átt. Aron hefur að okkar mati sýnt það með KR að hann er klárlega markmaður á Bestudeildar standard og fær hjá okkur frábært svið til að sýna öllum hversu megnugur hann er,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, í yfirlýsingu félagsins.

Njarðvík hafnaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra.

Tilkynning Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson gengur til liðs við Njarðvík!

Markvörðurinn, Aron Snær Friðriksson hefur skrifað undir samning við Njarðvík sem gildir út keppnistímabilið 2025.
Aron, sem er 26 ára gamall, gengur til liðs við okkur frá KR þar sem hann hefur spilað síðustu tvær leiktíðar. Aron er upprunalega úr Grindavík en hefur einnig verið á mála hjá Breiðablik, Fylki, Vestra og Tindastól auk KR.

Alls á Aron 150 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ, en 81 þeirra hefur komið í Bestu deildinni, og 11 þeirra komu í Bestu deildinni á síðustu leiktíð með KR.
Þar að auki á Aron 7 yngri landsleiki fyrir Íslandshönd, en 6 þeirra komu í U21 og einn þeirra fyrir U19.

Gunnar Heiðar, þjálfari Njarðvíkurliðsins sagði um komu Arons: „Við Njarðvíkingar erum gríðarlega sáttir með að fá Aron til liðs við okkur. Frá því að ég endursamdi við Njarðvík í vor þá hafa allir hjá klúbbnum verið mjög samstilltir á það markmið að taka næstu skref með Njarðvíkurliðið og að fá leikmann sem á 80 leiki í Bestu deildinni er klárlega skref í rétta átt. Aron hefur að okkar mati sýnt það með KR að hann er klárlega markmaður á Bestudeildar standard og fær hjá okkur frábært svið til að sýna öllum hversu megnugur hann er.“

Knattspyrnudeildinni hlakkar mikið til að sjá Aron í Njarðvíkurtreyjunni og býður Aroni hjartanlega velkomnan til Njarðvíkur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar