Áður óséð myndband af Erling Haaland úr stórleiknum frá því í gær vekur nokkra athygli en þar virðist hann leika sér að því að keyra niður Thomas Partey.
Umrætt atvik átti sér stað skömmu áður en flautað var til leiksloka en City hafði þá jafnað leikinn 2-2.
Haaland keyrði af miklum krafti í Partey sem féll til jarðar og það kannski eðlilega.
Umrætt atvik má sjá hér að neðan en hver getur dæmt fyrir sig.
Just Erling Haaland SMASHING in to Thomas Partey after #ManCity’s equaliser. You love to see it. 😍
🎥 @aadamp9 pic.twitter.com/CGrOoSCZRD
— City Xtra (@City_Xtra) September 22, 2024