Newcastle vann góðan endurkomusigur á Wolves í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Mario Lemina kom Wolves yfir í fyrri hálfleik með ágætis marki.
Fabian Schar jafnaði leikinn áður en Harvey Barnes skoraði glæsilegt mark og tryggði sigurinn.
Newcastle fer af stað með látum á tímabilinu og eru komnir með tíu stig eftir fjóra leiki.
Geni Newcastle frá því að Eddie Howe tók við liðinu fyrir tæpum þremur árum er merkilega gott.
Liðið er í fjórða sæti yfir stigasöfnun í deildinni á þeim tíma.