Manchester United og Paris Saint-Germain hafa loks náð saman um kaupverð á Manuel Ugarte, leikmanni síðarnefnda félagsins, og er hann á leið á Old Trafford.
Mikið hefur verið rætt og ritað um skiptin undanfarnar vikur en nú hefur hinn virti Fabrizio Romano skellt sínum fræga Here we go! stimpli á þau.
United greiðir 50 milljónir evra fyrir Ugarte til að byrja með og 10 milljónir evra síðar meir.
Þessi 23 ára gamli miðjumaður gekk í raðir PSG í fyrra en vildi ólmur komast til United í sumar.
🚨🔴 Manuel Ugarte to Manchester United, here we go! Deal sealed between clubs after personal terms agreed in July.
€50m fixed fee plus €10m add-ons will be the final package.
Ugarte will travel to Manchester as he ONLY wanted United… and United only wanted him.
Done. ✅🇺🇾 pic.twitter.com/Ss7WOROjiO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024