Victor Osimhen er á barmi þess að ganga í raðir Chelsea ef marka má ensk götublöð nú í morgunsárið. Þetta er framhald af fréttum gærdagsins en málið er sagt færast áfram.
Þegar Antonio Conte tók við Napoli í sumar setti hann það í forgang að Romelu Lukaku kæmi til félagsins frá Chelsea.
Napoli reynir að losna við Victor Osimhen og hefur Chelsea áhuga á að fá hann.
Samkvæmt fréttum á Ítalíu er það í samtalinu um Lukaku að Chelsea kaupi Osimhen af Napoli.
Þannig gæti Napoli fengið Lukaku, Cesare Casadei og rúmar 38 milljónir punda en gegn því færi Osimhen til Chelsea.
Er Conte sagður spenntur fyrir þessum viðskiptum en forráðamenn Napoli hafa verið í London síðustu daga að ræða málin.