Oscar Bobb leikmaður Manchester City verður lengi frá eftir að hafa brotið bein í fæti. Þetta er mikið áfall fyrir Bobb og City.
Bobb hafði verið frábær á undirbúningstímabilinu með City og talið að hann fengi stórt hlutverk í ár.
Bobb er 21 árs gamall og var ætlað að taka við af Julian Alvarez sem var sendur í síðustu vikur.
Atvikið gerðist á æfingu hjá City og er talið að hann verði frá í fleiri mánuði.
Bobb spilaði allar 90 mínúturnar þegar City vann Manchester United á laugardag í leiknum um Samfélagsskjöldinn en City vann í vítaspyrnukeppni.