fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Aðeins Messi fær að ákveða hvenær Messi hættir

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Aguero, goðsögn Manchester City, segir að það sé ekki hægt að neyða landa sinn, Lionel Messi, í að leggja skóna á hilluna.

Messi er svo sannarlega kominn á seinni ár ferilsins en hann er 37 ára gamall og spilar í Bandaríkjunum.

Margir velta því fyrir sér hvenær Messi mun stíga til hliðar og leggja skóna á hilluna en það er aðeins hans mál að sögn Aguero.

Messi er enn mikilvægur fyrir Inter Miami og argentínska landsliðið og eru góðar líkur á að hann spili í nokkur ár til viðbótar.

,,Ég get sagt þetta eins oft og ég þarf: Leo fær að ákveða hvenær hann hættir og sama hvaða ákvörðun hann tekur, ég samþykki hana,“ sagði Aguero.

,,Ég myndi elska það að sjá hann spila að eilífu en því miður er það ómögulegt. Hann hefur öðlast þann rétt að fá að ákveða sjálfur hvenær hann hættir í fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Í gær

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Í gær

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann