fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Stuðningsmenn United fá margir í magann eftir yfirlýsingu Onana

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Onana markvörður Manchester United boðar það að hann muni taka nánast endalaust af áhættum í leik sínum í vetur.

Onana er á leið inn í sitt annað tímabil hjá United, það fyrsta var æði misjafnt. Onana átti góða leiki en átti það til að gera hræðileg mistök sem reyndust United dýrkeypt.

„Það sem fólk mun sjá í ár er að ég mun taka rosalega mikið af áhættum,“ segir Onana.

„Ég læt bara vita, verið undirbúin undir það að ég tek áhættu. Ég nýt þess að gera það,“ segir markvörðurinn frá Kamerún.

Hann segir það hluta af því að koma United aftur í fremstu röð. „Bestu lið í heimi taka áhættu, byggja upp spil sitt frá aftasta manni og skilja stöður sem koma upp.“

„Ég þarf að vera á tánum og skynja hlutina til að taka bestu ákvörðunina fyrir liðið. Ég mun taka mikla ábyrgð og ég er með þykkt bak til að að taka við því. Ég held að þetta verði gott tímabil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United framlengir mögulega samning Sancho á næstu dögum

United framlengir mögulega samning Sancho á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikael segir mánudagskvöldið hafa verið fordæmalaust – „En svo var allt svo ömurlegt í gamla daga“

Mikael segir mánudagskvöldið hafa verið fordæmalaust – „En svo var allt svo ömurlegt í gamla daga“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sá pólski á förum frá Arsenal

Sá pólski á förum frá Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“