Tarik Ibrahimagic er kominn til Víkings en hann var áður á mála hjá Vestra sem er einnig í efstu deild.
Víkingar eru að fá öflugan danskan miðjumann sem hefur spilað með Vestra undanfarið ár.
Um er að ræða 23 ára gamlan leikmann sem hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Vestra á tímabilinu.
Víkingar virktu klásúlu í samningi Ibrahimagic og þurfti Vestri því að samþykkja það boð.
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála Víkings, hafði þetta að segja um kaupin á leikmanninum:
,,Tarik er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og við erum gríðarlega ánægð að fá hann hingað til okkar í Hamingjuna,“ sagði Kári.
,,Hann hefur mikil gæði sem knattspyrnumaður og hugarfar hans smellpassar við hugmyndafræði okkar hér í Víkinni.“