Manchester United er sagt vilja 40 milljónir punda fyrir miðjumanninn Scott McTominay.
Það er The Sun sem heldur þessu fram, en McTominay er eftirsóttur þessa stundina eftir frábært tímabil. Tottenham og Fulham eru bæði sögð á eftir honum.
Hann verður þó alls ekki ódýr samkvæmt nýjustu fréttum.
United vill hins vegar fá pening í kassann eftir að hafa keypt þá Joshua Zirkzee og Leny Yoro á samtals hátt í 90 milljónir punda.
Þá er félagið á eftir Manuel Ugarte, miðjumanni Paris Saint-Germain.