fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Sigríður Andersen undrandi á stórstjörnunni í gær – „Hvaða erindi á hann til okkar?“

433
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 07:30

Sigríður Á. Andersen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, fylgist greinilega með EM í Þýskalandi eins og aðrir. Hún var ekki heilluð af frammistöðu stórstjörnu Frakka er liðið datt út gegn Spáni í undanúrslitum í gærkvöldi.

Spánn vann afar sanngjarnan 2-1 sigur á Frakklandi í gær. Síðarnefnda liðið hefur heillað fáa á mótinu á meðan spænska liðið, með þá Lamine Yamal og Nico Williams í fararbroddi, þykir hafa verið hvað skemmtilegasta liðið.

Getty Images

Kylian Mbappe, besti leikmaður franska liðsins, er einn af þeim sem hafa valdið vonbrigðum. Kappinn skrifaði á dögunum undir hjá Real Madrid eftir frábær ár hjá Paris Saint-Germain.

Sigríður er þó ekki sannfærð um að Mbappe hafi það sem þarf eftir að hafa horft á hann í gærkvöldi.

„Þessi Kiljan Mpabbé – hvaða erindi á hann til okkar í konunglega, eða í LaLiga yfirleitt? Veit það einhver?“ spurði hún á samfélagsmiðlinum X.

Nokkrir góðir hafa brugðist við færslu Sigríðar og benti Hjörvar Hafliðason henni til dæmis á að Mbappe ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“