Klásúla í samningi Bruno Guimaraes, miðjumannns Newcastle, rennur út í kvöld.
Um er að ræða klásúlu sem gerir öðrum félögum kleift að kaupa hann á 100 milljónir punda. Hún rennur út á miðnætti á breskum tíma.
Brasilíumaðurinn hefur verið orðaður við stórlið eins og Manchester City og Paris Saint-Germain. Það er útlit fyrir að hann sé ekki á förum nema þessi félög hafi hraðar hendur.
Guimaraes gekk í raðir Newcastle snemma árs 2022 og hefur verið lykilmaður síðan.
⚪️⚫️ Bruno Guimarães’ release clause worth £100m into his contract at Newcastle will expire tonight at 23.59pm UK time. pic.twitter.com/8qkRgcfofV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 24, 2024