Samkvæmt fréttum í Noregi er Brynjólfur Willumsson að ganga í raðir Groningen í Hollandi en er hann keyptur frá Kristiansund í Noregi.
Brynjólfur er 23 ára gamall sóknarmaður sem ólst upp hjá Breiðabliki en var seldur til Noregs árið 2021.
Groningen er komið aftur upp í hollensku úrvalsdeildina eftir að hafa endað í öðru sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Í Hollandi mun Brynjólfur hitta fyrir bróður sinn sem leikur með Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni.
Brynjólfur er sagður gera þriggja ára samning við Groningen og verður fróðlegt að sjá hann í þessari sterku deild.