Chelsea hefur sett sig í samband við Crystal Palace með það að markmiði að kaupa Michael Olise, leikmann liðsins.
Þetta kemur fram í nokkrum enskum miðlum en Olise hefur verið á radarnum hjá stærri liðum Englands í töluverðan tíma.
Kantmaðurinn knái skoraði tíu mörk og lagði upp sex á síðustu leiktíð með Palace, þrátt fyrir nokkur meiðslavandræði.
Palace er búið að skella 60 milljóna punda verðmiða á hann. Ljóst er að Chelsea þarf að selja leikmenn til að geta gengið að honum.
Manchester United hefur einnig sýnt Olise áhuga en Rauðu djöflarnir hafa takmarkaða fjármuni til að vinna með.