Samkvæmt frétt Teamtalk hefur Arsenal gríðarlegan áhuga á því að kaupa Marcus Rashford sóknarmann Manchester United í sumar.
Þar segir að Arteta hafi nú þegar rætt við Rashford um málið en United er mögulega til í að selja Rashford í sumar.
Rashford var að klára ömurlegt tímabil hjá United en tímabilið á undan var hann frábær.
Sagt er í fréttinni að Arteta telji að Rashford geti hjálpað Arsenal mikið og mögulega orðið til þess að liðið geti skrefið upp úr öðru sætinu.
Rashford missti af sæti í enska landsliðinu fyrir EM eftir slakt tímabil en hann getur ógnað með hraða sínum og krafti.
Vitað er að Arsenal vill bæta við sig sóknarmanni í sumar og virðist Rashford vera á blaði þar.