Harry Maguire, miðvörður Manchester United, verður ekki klár fyrir úrslitaleik enska bikarsins gegn Manchester City um helgina.
Maguire hefur verið að glíma við meiðsli og nú er ljóst að hann nær leiknum ekki.
Erik ten Hag, stjóri United, sagði frá þessu á blaðamannafundi í dag en þar kom jafnframt fram að Mason Mount, Victor Lindelöf og Anthony Martial væru klárir eftir meiðsli sín.
Leikurinn hefst klukkan 14 á laugardag. United getur bjargað arfaslöku tímabili fyrir horn með sigri, en City er án efa sigurstranglegri aðilinn.