Benfica hefur nýtt sér forkaupsrétt félagsins á Álvaro Fernández vinstri bakverði Manchester United. Gengið var frá samningum í dag.
Fernandez hefur verið á láni hjá Benfica á þessu tímabili og staðið sig með ágætum.
Benfica þarf að greiða United 6 milljónir evra fyrir vinstri bakvörðinn.
Spánverjinn var í nokkur ár í herbúðum United en hann er 21 árs gamall og gengur nú formlega í raðir Benfica.
United hefur þó klásúlu til að kaupa Fernandez aftur hafi félagið áhuga á því.