Benjamin Sesko, leikmaður RB Leipzig, er afar eftirsóttur fyrir sumarið en ekki er víst hvor hann fari frá þýska félaginu.
Stórlið á Englandi eru á meðal þeirra sem eru á eftir þessum tvítuga framherja. Leipzig vill þó halda honum og fá hann til að framlengja samning sinn þrátt fyrir að fjögur ár séu eftir af þeim samningi sem nú er í gildi.
Umboðsmaður hans segir nú að Sesko muni taka ákvörðun fyrir EM í sumar, þar sem kappinn mætir til leiks með slóvenska landsliðinu.
Það má því búast við ákvörðun frá Sesko og hans teymi á næstu þremur vikum eða svo.
⚪️🔴🇸🇮 Benjamin Šeško will decide before the Euros whether he wants to sign new contract at RB Leipzig or leave this summer.
His agent confirms plan to make decision within three weeks with several clubs interested, especially in PL.
No chance to accept Saudi move. pic.twitter.com/7HWu0K66vL
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 22, 2024