Eder Militao leikmaður Real Madrid og Leo Pereira leikmaður Flamengo eiga meira sameiginlegt en að spila bara knattspyrnu og vera frá Brasilíu.
Þannig hafa þeir á ótrúlegan hátt farið í svokallað „wife swap“ en það þó ómeðvitað.
Militao skildi við Karoline Lima fyrir 18 mánuðum en þau höfðu skömmu áður eignast sitt fyrsta barn.
Lima er nú í sambandi við Pereira og hefur ástin blómtsrað hjá þeim, eftir að Militao hafði verið einn í nokkurn tíma er hann nú byrjaður í sambandi með Taina Castro.
Castro er fyrrum eiginkona Pereira og saman eiga þau tvö börn. Þeir félagar hafa nú skipt um konu og virðast njóta lífsins.
Militao er einn besti varnarmaður fótboltans en hann hefur átt góð ár hjá Real Madrid og með landsliði Brasilíu.