Áhrifavaldurinn Kay Ludlow veitti aðdáendum á dögunum innsýn í það hvernig það er þegar knattspyrnumenn verða samningslausir. Hún er trúlofuð Farrend Rawson, leikmanni Morecambe í ensku D-deildinni.
Samningur Rawson er þó að renna út og vita þau ekki hvað tekur við í sumar. Ludlow getur þó huggað sig við að hún er farin að þéna ágætlega vegna vinsælda sinna á TikTok, en þar er hún með yfir 40 þúsund fylgjendur.
„Sem betur fer get ég borgað 50% af húsnæðisláninu þökk sé TikTok. Í stað þess að væla yfir því að hann væri að verða atvinnulaus fór ég til Ítalíu um daginn til að skemmta mér,“ segir Ludlow.
„Hann er mjög rólegur yfir stöðunni og treystir umboðsmanni sínum. Sem betur fer er einhver áhugi á honum því annars væri ég að fá taugaáfall. En glugginn er ekki einu sinni opinn og margt getur breyst.
Það er ekkert öruggt í fótbolta. Þú veist ekki hvort þið séuð að fara að búa saman eða í sama landi yfirhöfuð.“