Á tímum samfélagsmiðla og snjallsíma er erfitt að halda leyndarmálum lengi, hið minnsta ef um er að ræða stóran hóp sem veit um málið. Að þessu komst Sir Alex Ferguson af í starfi sem stjóri Manchester United.
„Sir Alex Ferguson tók því. mjög alvarlega þegar hlutir láku út,“ segir í grein um það hvernig þessi merkilegi maður tók á þessu máli.
Ferguson hafði þá reglu að láta alltaf alla vita degi fyrir leik um byrjunarliðið morgundagsins og hverjir yrðu í hóp. Þetta lak hins vegar nánast alltaf í blöðin.
Í stað þess að segja öllum byrjunarliðið, lét hann menn vita ef þeir væru í liðinu en ræddi aldrei byrjunarliðið við neinn.
„Ég breytti um aðferð til að láta menn vita hvort þeir væru að spila eða ekki,“ sagði Ferguson um málið.
„Ég opinberaði hins vegar aldrei byrjunarliðið fyrr en á morgni leikdags.“
This journalist was consistently breaking stories no one else had access to.
“It drove me bonkers”, Sir Alex wrote.
The journalist gained intel by socialising with players.
Saturday night drinks would turn turned into a pipeline for confidential details being leaked.
— Oliver (@Oliveresuana) December 9, 2024
Það var hins vegar áfram hlutir sem gerðust í hópi Manchester United sem láku í blöðin, þetta þoldi Ferguson ekki. Hann komst að því hvernig málum var háttað.
Blaðamaður sem var yfirleitt fyrstu með svona fréttir var búsettur í Alderley Edge sem er vinsælt hverfi hjá ríkum knattspyrnumönnum í Manchester.
„Þetta var að gera mig geðveikan,“ sagði Ferguson sem vildi alltaf hafa stjórn á öllum hlutum.
Margir leikmenn höfðu þá verið að spjalla við blaðamanninn á knæpum í hverfinu og þar myndaðist sambönd, menn misstu svo eitthvað út úr sér sem varð að frétt. Blaðamaðurinn er sagður hafa setið á knæpum öll kvöld vikunnar og beðið eftir leikmönnum United til að reyna að fiska eitthvað upp úr þeim.
Ferguson varð reiður þegar hann komst að þessu. „Ef ég sé eina svona sögu í viðbót, þá eru þið allir búnir að vera. Mér er sama hver lekur þessu, þið fáið allir sekt,“ sagði Ferguson og aldrei láku fréttir í gegnum þennan blaðamann aftur.