fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Hataði að sjá fréttir leka í blöðin – Drykkfelldur blaðamaður bar ábyrgð og hann reiddist mjög

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. desember 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tímum samfélagsmiðla og snjallsíma er erfitt að halda leyndarmálum lengi, hið minnsta ef um er að ræða stóran hóp sem veit um málið. Að þessu komst Sir Alex Ferguson af í starfi sem stjóri Manchester United.

„Sir Alex Ferguson tók því. mjög alvarlega þegar hlutir láku út,“ segir í grein um það hvernig þessi merkilegi maður tók á þessu máli.

Ferguson hafði þá reglu að láta alltaf alla vita degi fyrir leik um byrjunarliðið morgundagsins og hverjir yrðu í hóp. Þetta lak hins vegar nánast alltaf í blöðin.

Í stað þess að segja öllum byrjunarliðið, lét hann menn vita ef þeir væru í liðinu en ræddi aldrei byrjunarliðið við neinn.

„Ég breytti um aðferð til að láta menn vita hvort þeir væru að spila eða ekki,“ sagði Ferguson um málið.

„Ég opinberaði hins vegar aldrei byrjunarliðið fyrr en á morgni leikdags.“

Það var hins vegar áfram hlutir sem gerðust í hópi Manchester United sem láku í blöðin, þetta þoldi Ferguson ekki. Hann komst að því hvernig málum var háttað.

Blaðamaður sem var yfirleitt fyrstu með svona fréttir var búsettur í Alderley Edge sem er vinsælt hverfi hjá ríkum knattspyrnumönnum í Manchester.

„Þetta var að gera mig geðveikan,“ sagði Ferguson sem vildi alltaf hafa stjórn á öllum hlutum.

Margir leikmenn höfðu þá verið að spjalla við blaðamanninn á knæpum í hverfinu og þar myndaðist sambönd, menn misstu svo eitthvað út úr sér sem varð að frétt. Blaðamaðurinn er sagður hafa setið á knæpum öll kvöld vikunnar og beðið eftir leikmönnum United til að reyna að fiska eitthvað upp úr þeim.

Ferguson varð reiður þegar hann komst að þessu. „Ef ég sé eina svona sögu í viðbót, þá eru þið allir búnir að vera. Mér er sama hver lekur þessu, þið fáið allir sekt,“ sagði Ferguson og aldrei láku fréttir í gegnum þennan blaðamann aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum