Manchester United vill selja Marcus Rashford og er tilbúið að skoða það að losna við hann í janúar. Florian Plettenberg sérfræðingur segir frá.
United hafði áhuga á að selja Rashford í sumar og áfram heldur félagið að skoða þann möguleika.
Plettenberg segir að United vilji helst selja Rashford næsta sumar en gott tilboð í janúar gæti freistað félagið.
Rashford er einn launahæsti leikmaður liðsins en hann er líka uppalinn og kæmi sala á honum inn sem hreinn hagnaður.
Rashford hefur átt mjög erfiða átján mánuði hjá United og gæti farið frá félaginu á næstunni.
🚨🔴 Manchester United would sell Marcus #Rashford at the latest by the summer and would already be open to top offers in the winter. The club acknowledge his development under Ruben #Amorim but consider him definitely not unsellable.
One reason why a sale is being discussed:… pic.twitter.com/x8e5ALsQbL
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) December 10, 2024