Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að vandamál á milli sín og Mo Salah sé leyst, þeir hafi slíðrað sverðin.
Upp úr sauð í leik West Ham og Liverpool síðustu helgi þar sem Salah byrjaði á meðal varamanna.
Þegar Salah var að koma inn sem varamaður lenti þeim saman, eftir leik neitaði Salah að tjá sig en lét þau orð falla að þá yrði allt vitlaust.
„Það er allt leyst, það er ekkert vandamál. Ef við hefðum ekki þekkst svona lengi þá veit ég ekki hvernig við hefðum farið að þessu, við höfum verið saman lengi og virðum hvorn annan of mikið,“ segir Klopp.
„Þetta er ekkert vandamál, við getum tekið á þessu.“
„Það er allt í góðu, ef allt væri í blóma og við hefðum unnið alla leiki og skorað fullt af mörkum þá hefði þetta líklegt ekki gerst. Þetta fer eftir ýmsu.“