Tveir leikir fóru fram í 3. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.
Tindastóll gerði ansi góða ferð í Garðabæinn og vann 0-2 sigur á Stjörnunni. Jordyn Rhodes gerði bæði mörkin.
Tindastóll er þar með kominn á blað og er með 3 stig, jafnmörg og Stjarnan.
Breiðablik tók þá á móti FH og leiddi 2-0 í hálfleik með mörkum Birtu Georgsdóttur og Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur.
Vigdís skoraði svo annað mark í seinni hálfleik og innsiglaði 3-0 sigur Blika.
Breiðablik er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en FH er með 3 stig.