Chelsea gæti verið án allt að 14 aðalliðsleikmanna í kvöld er liðið spilar við Tottenham í úrvalsdeildinni.
Chelsea hefur glímt við erfiðleika á þessu tímabili en gengið hefur ekki verið gott og hafa meiðsli leikmanna sett strik í reikninginn.
Ljóst er að Thiago Silva og Axel Disasi verða ekki með í kvöld sem og Wesley Fofana, Levi Colwill, Reece James, Malo Gusto og Ben Chilwell en þeir eru allir varnarmenn.
Þá munu þeir Romeo Lavia, Enzo Fernandez, Lesley Ugochukwu, Christopher Nkunku, Raheem Sterling, Carney Chukwumueka og Robert Sanchez ekki spila.
Silva og Disasi tóku þátt í síðasta leik liðsins í 2-2 jafntefli við Aston Villa en eru þeir nýjustu til að bætast við á meiðslalistann.