Samkvæmt La Repubblica á Ítalíu hefur Chelsea verið í sambandi við Antonio Conte um að taka við í sumar.
Conte er 52 ára gamall en hann var rekinn frá Tottenham á síðustu leiktíð þegar illa gekk.
Conte var rekinn frá Chelsea árið 2018 en hann þjálfaði liðið í tvö ár, hann gerði liðið einu sinni að enskum meisturum.
Mauricio Pochettino er á sínu fyrsta ári með Chelsea en liðið hefur ekki riðið feitum hesti á þessu leiktíð.
Það er því til skoðunar að skipta honum út og segir La Repubblica að Chelsea sé byrjað að ræða við Conte um krónur og aura.