Þeir voru spurðir út í það hvaða leikmaður Vals væri með versta fatastílinn. Það er óhætt að segja að einn leikmaður hafi oftast komið fyrir í svörum þeirra, Adam Ægir Pálsson.
„Aron Jó og Gylfi, hræðilegir,“ sagði Adam hins vegar sjálfur er hann var spurður.
Aron fékk einnig atvkæði Elfars Freys Helgasonar en svo var komið að honum sjálfum að svara.
„Ég hef fengið margar auðveldar spurningar í gegnum tíðina en þetta er sú langauðveldasta, Adam Ægir Pálsson. Hann er ekki bara með versta stílinn heldur lang, lang versta fatastílinn. Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl,“ sagði Aron og tók þar með undir með mörgum liðsfélögum sínum.
Hér að neðan má sjá myndbandið með öllum svörunum.