Erik ten Hag, stjóri Manchester United, bannaði þremur miðlum að spyrja hann spurninga á blaðamannafundi í gær.
Ten Hag var óánægður með umfjöllun margra miðla eftir sigur United á Coventry í enska bikarnum fyrr í mánuðinum.
Fyrir leik United og Burnley mætti Ten Hag á blaðamannafund en hann vildi ekki svara spurningum frá the Mirror, The Sun eða Manchester Evening News.
Blaðamenn máttu vera viðstaddir en fengu ekki leyfi til að spyrja Hollendinginn spurninga.
Ten Hag setti sama bann fyrir 4-2 sigur á Sheffield United á dögunum en hann var virkilega óánægður með fréttirnar sem voru birtar á þessum ágætu miðlum.