Mohamed Salah og Jurgen Klopp rifust á hliðarlínunni í dag er Liverpool heimsótti West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Þessum leik lauk með 2-2 jafntefli en Salah fékk sjálfur aðeins að spila 11 mínútur af venjulegum leiktíma.
Salah hefur ekki verið heitur undanfarið fyrir Liverpool og lét í sér heyra eftir rifrildi í Lundúnum í dag.
Eftir leik var Salah spurður út í atvikið en hann hafði ekki mikið að segja og er framhaldið óljóst.
,,Ef ég tjái mig núna þá verður allt brjálað,“ sagði Salah eftir lokaflautið í dag.