Lionel Messi er ekki fullkominn eða þá frábær fyrirliði ef þú spyrð króatíska miðjumanninn Ivan Rakitic.
Rakitic vann um tíma með Messi hjá Barcelona og telur að Argentínumaðurinn sé klárlega besti leikmaður allra tíma.
Það er eitthvað sem margir geta tekið undir en Messi nálgast fertugt í dag og spilar í Bandaríkjunum.
Messi bar fyrirliðabandið hjá Barcelona í dágóðan tíma en var ekki frábær í því starfi að sögn Rakitic.
,,Messi er besti leikmaður allra tíma og hann gæti jafnvel verið bestri vinstri bakvörður í heimi ef það væri hans markmið,“ sagði Rakitic.
,,Hann var ekki endilega alltaf besti fyrirliðinn í að gefa skipanir, það er því að hann var öðruvísi og sérstakur.“