Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki búinn að gefast upp í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.
Klopp sagði sjálfur frá þessu á blaðamannafundi í gær fyrir leik helgarinnar sem er gegn West Ham í hádeginu í dag.
Liverpool hefur nýlega tapað tveimur leikjum gegn bæði Crystal Palace og Everton en það voru afskaplega óvænt úrslit.
Klopp gefst þó ekki upp í baráttunni um titilinn þó hann telji ólíklegt að hin tvö toppliðin tapi mikið af stigum í lokaumferðunum.
,,Hef ég trú á því í dag að við verðum meistarar? Nei því taflan lítur út eins og hún lítur út og hún segir þér svarið. Er það vandamál? Ég held ekki,“ sagði Klopp.
,,Þetta snýst um næsta leik, sjáum hvað gerist. Ég veit ekki við hverja hin liðin spila en geta Arsenal og City tapað tveimur leikjum? Það er ólíklegt en ekki ómögulegt.“