Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst nú klukkan 19:00 en leikið er á Villa Park, heimavelli Aston Villa.
Villa er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og er fyrir leikinn sex stigum á undan Tottenham sem situr í fimmta sæti.
Tottenham á þó tvo leiki til góða og þarf Villa að standast væntingar gegn Chelsea sem spilaði hörmulega í síðasta leik gegn Arsenal og tapaði 5-0.
Chelsea á enn möguleik á Evrópusæti en þarf á stigum að halda í leik kvöldsins sem verður svo sannarlega erfiður fyrir þá bláklæddu.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Torres, Digne, Luiz, McGinn, Tielemans, Rogers, Bailey, Watkins.
Chelsea: Petrovic, Chalobah, Thiago Silva, Badiashile, Cucurella, Caicedo, Gallagher, Madueke, Palmer, Mudryk, Jackson.