Leicester er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Þetta varð ljóst með 4-0 tapi Leeds gegn QPR í kvöld.
Leicester er á toppi deildarinnar með 94 stig og nú ljóst að aðeins Ipswich getur náð þeim. Liðið er því komið upp á ný eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni fyrir ári síðan.
Leeds á hins vegar í hættu á að missa af því að fara beint upp í ensku úrvalsdeildina eftir tapið í kvöld. Liðið er í öðru sæti, stigi á undan Ipswich sem á tvo leiki til góða. Útlitið er því ekki gott fyrir Leeds.
Lokaumferðin í ensku B-deildinni er um næstu helgi.
That promotion feeling! 🥳 🆙 pic.twitter.com/A2cv3aDwQ8
— Leicester City (@LCFC) April 26, 2024