Lionel Messi gæti tvöfaldað aldur sinn og samt verið besti leikmaðurinn í bandarísku MLS-deildinni.
Þetta segir fyrrum framherji Manchester United og Villarreal, Guiseppe Rossi, en Messi samdi við Inter Miami á síðasta ári.
Að sögn Rossi er enginn leikmaður nálægt gæðum Argentínumannsins sem er 36 ára gamall.
Messi er af mörgum talinn besti leikmaður allra tíma og er Rossi viss um að MLS deildin sé alltof auðveld fyrir hann þrátt fyrir aldurinn.
,,Ef þú horfir á náungann, hann gæti verið 80 ára gamall og samt verið besti leikmaður vallarsins í MLS,“ sagði Rossi.
,,Það er augljóst að allir elska að horfa á hann því við erum að tala um besta leikmann allra tíma.“