Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi eru fjölmargir og voru þeir margir hverjir í sárum eftir tap liðsins gegn nágrönnunum í Everton í kvöld.
Það er óhætt að segja að Liverpool hafi ekki náð sér í strik í leiknum en það var Jarrad Branthwaite sem kom Everton yfir á 27. mínútu. Staðan í hálfleik 1-0.
Eftir tæpan klukkutíma leik bætti Dominic Calvert-Lewin við marki og kom Everton í 2-0. Liverpool tókst ekki að ógna forystunni alvarlega og lokatölur 2-0.
Úrslitin þýða að Liverpool er svo gott sem úr leik í titilbaráttunni. Liðið er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Arsenal sem er með mun betri markatölu. Stigi á eftir Liverpool kemur svo Manchester City sem á tvo leiki til góða.
Hér að neðan má sjá brot af umræðunni sem skapaðist um leikinn á meðal íslenskra knattspyrnuáhugamanna.
Virðist ætla að verða smá vesen með þessa fernu sem stuðningsmenn bítlabæjarins töluðu um
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) April 24, 2024
Hvaða greindaskerti maður er að dæma þennan leik? 9-1 í aukaspyrnum á hvað?
— Davíð Guðrúnarson (@DaviBirgisson) April 24, 2024
Þessi fótbolti er hluti af plani Klopp til þess að sambandsslitin við hann verði bærilegri fyrir okkur stuðningsmenn.
— Einar Örn Einarsson (@einarorn) April 24, 2024
Liverpool í þessum dauðafærum er eins og Ástþór Magnússon ….. reynum og reynum en gerist nákvæmlega ekkert.
— Reynir Elís* (@Ramboinn) April 24, 2024
Einhver að leggja 1600 vettlinga á gólfið heima hjá þessum dómara í fyrrramálið takk
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) April 24, 2024
Djöfull er auðvelt að spila á móti LFC. Getulausir.
— Heiðar Austmann (@haustmann) April 24, 2024