Ólafur lagði skóna á hilluna í vetur en hann lék með Stjörnunni, Fylki, Val og FH við góðan orðstír. Hann er þekktastur fyrir að tryggja Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í lokaleik tímabilsins gegn FH árið 2014.
Í dag birti hann myndband af því er verið var að hafa til Vals-æfingafatnað fyrir hann.
Samkvæmt heimildum 433.is æfði Ólafur með Val í gær en ekki er vitað hvert framhaldið verður eða hvort endurkoma í fótboltann sé í kortunum.
„Okei ég mæti bara ef ég fæ að vera með Gylfa í liði,“ skrifaði Ólafur við, en það er aldrei langt í spaugið hjá honum.
Eins og flestir vita gekk Gylfi Þór Sigurðsson í raðir Vals fyrir tímabil og það er spurning hvort Ólafur hafi fengið að vera með honum í liði á æfingunni í gær.
Hér að neðan má sjá myndbandið.