Diogo Jota sóknarmaður Liverpool missir af næstu leikjum vegna meiðsla. Hann meiddist gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.
Jota missir meðal annars af leiknum gegn Everton á morgun í enska boltanum.
Jota hefur verið ansi mikið meiddur undanfarin tímabil og hefur Liverpool svo sannarlega saknað hans.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að Jota verði frá í tvær vikur og gæti því náð síðustu leikjum tímabilsins.
Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Arsenal en City er stigi á eftir þeim með leik til góða.
Jurgen Klopp confirms Diogo Jota is out for two weeks with an injury he picked up against Fulham ❌pic.twitter.com/X0VOrZXpui
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 23, 2024