Það var ekki ákvörðun Pep Guardiola að selja hinn öfluga Cole Palmer síðasta sumar en hann samdi við Chelsea.
Palmer hefur gert stórkostlega hluti með Chelsea í vetur og er að berjast um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni.
Fáir bjuggust við svo góðri frammistöðu frá Palmer sem hafði ekki skorað deildarmark fyrir Manchester City áður en hann færði sig til London.
Guardiola segist hafa viljað halda Palmer en það var vilji leikmannsins að komast annað og það sem fyrst.
,,Hann bað um að fara í tvö ár, ég vildi halda honum og kom því á framfæri,“ sagði Guardiola.
,,Hann heimtaði að fá að fara, hvað gátum við gert? Ég bað hann um að vera áfram því Riyad Mahrez var farinn annað en hann vildi komast annað.“