Stjarnan og Valur ríða á vaðið í 3. umferð Bestu deildar karla í kvöld þegar liðin mætast í Garðabæ klukkan 19:15.
Í síðustu sex viðureignum þessara liða í Bestu deild karla hefur Valur unnið fjóra leiki, liðið hefur hins vegar tapað báðum leikjum sínum í Garðabæ á þessum tíma.
Stjarnan hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sumarsins sannfærandi en Valur er með fjögur stig. Slök frammistaða liðsins gegn Fylki var hins vegar áhyggjuefni og liðið með pressu á sér þegar það fer í Garðabæinn.
Sú staða gæti komið upp ef illa fer að Valur sé fimm stigum á eftir toppliði deildarinnar sem væru vonbrigði eftir þrjá umferðir. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi lið mæta til leiks en bæði hafa nokkuð að sanna.
2023
Valur 3 – 2 Stjarnan
Stjarnan 2 – 0 Valur
Valur 2 – 0 Stjarnan
2022:
Stjarnan 1 – 0 Valur
Valur 6 – 1 Stjarnan
Valur 3- 0 Stjarnan