Stjarnan vann 1-0 sigur á Val í leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. Heimskulegt rautt spjald sem Bjarni Mark Antonsson fékk hjá Val reyndist dýrkeypt.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en það voru Valsarar sem fengu hættulegri færin, Bjarni Mark fékk frábært skallafæri og Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk eitt mesta dauðafæri sumarsins en skoraði ekki.
Það var hins vegar Adolf Daði Birgisson sem kom Stjörnunni yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik var leikurinn fremur jafn, Stjarnan opnaði sig lítið og sóknarleikur Vals var á köflum mjög hugmyndasnauður.
Lokastaðn 1-0 sigur Stjörnunnar sem sótti sín fyrstu stig í sumar en Valur er aðeins með fjögur stig eftir þrjár umferðir.