Bayern Munchen mun ekki skoða nein tilboð í Jamal Musiala í sumar. Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi, segir frá.
Guardian sagði frá því í gær að Musiala væri efstur á óskalista Manchester City fyrir sumarið en miðað við frétt Sky er engin möguleiki á að félagið fái hann.
Hinn 21 árs gamli Musiala hefur skorað 12 mörk og lagt upp 6 á þessari leiktíð með Bayern. Hann er eftirsóttur af fleiri félögum og er talið að Arsenal, Liverpool og Manchester United hafi líka áhuga.
Musiala er samningsbundinn Bayern til 2026 og vill félagið framlengja samninginn sem fyrst.
Sjálfur vill leikmaðurinn fá að vita hver tekur við og hver framtíðarplön félagsins eru áður en hann skrifar undir.
📍Jamal #Musiala is definitely not for sale in summer. Max Eberl won't even consider any offers.
➡️ All of the bosses have decided that. There’s no price tag as the 21 y/o is supposed to be the focal point of this team in the future
➡️ But no doubt, he’s on the list of all top… pic.twitter.com/IWAEgczfdm
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 18, 2024