Markvörðurinn Emiliano Martinez sendi stuðningsmönnum Arsenal hlý skilaboð eftir leik liðsins við Aston Villa í gær.
Martinez er í dag aðalmarkvörður Villa en hann var lengi í röðum Arsenal en fékk fá tækifæri.
Argentínumaðurinn stóð á milli stanganna í gær er Villa náði óvænt að sigra Arsenal á Emirates og hafði betur, 2-0.
Martinez sér alls ekki eftir tíma sínum í London og hefur í raun aðeins góða hluti að segja um sitt fyrrum félag.
,,Ég held að ég hafi verið þarna í tíu eða ellefu ár. Ég á ennþá vini hjá félaginu,“ sagði Martinez.
,,Ég fór þangað sem strákur en yfirgaf liðið sem karlmaður. Ég mun alltaf elska þetta félag.“