Dagur Örn Fjeldsted hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Félagið greindi frá þessu fyrir skömmu.
Dagur er afar efnilegur og uppalinn hjá Blikum. Hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild með frábæru skoti í 4-0 sigri á Vestra á laugardag.
Nýr samningur Dags gildir út leiktíðina 2026.
Dagur var á láni hjá Grindavík fyrri hluta síðustu leiktíðar og þá hefur hann skorað eitt mark í sex leikjum með U-19 ára landsliði Íslands.
Dagur Örn framlengir samning sinn við Breiðablik👏
Dagur er uppalinn Bliki og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild á dögunum.
Lék fyrr hluta síðasta tímabils á láni með Grindavík.
Dagur hefur skorað 1 mark í 6 landsleikjum fyrir u19 ára landslið Íslands. pic.twitter.com/jvZdCCyXzl
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) April 15, 2024