Það voru sviptingar á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þegar bæði Arsenal og Liverpool töpuðu leikjum sínum en Manchester City nýtti sér það.
City er nú á toppnum með tveggja stiga forskot á bæði Arsenal og Liverpool þegar sex umferðir eru eftir.
Arsenal á eftir erfiðasta prógramið en liðið á eftir þrjá leiki sem flokka mætti sem mjög erfiða.
Manchester City og Liverpool eiga eftir svipaða leiki en City á eftir heimsókn til Tottenham sem gæti reynst snúið verkefni.
Ofurtölvan hefur stokkað spilin sín og spáir því að svona endi þetta allt saman.