Eyþór Wöhler er orðinn leikmaður KR í Bestu deild karla en þetta er staðfest í dag.
Eyþór kemur til KR frá Breiðabliki en hann var ekki í hóp þess síðarnefnda gegn Vestra í gær.
Halldór Árnason, þjálfari Blika, staðfesti eftir leik að allar líkur væru á að Eyþór væri að kveðja.
Nú er búið að staðfesta skipti hans til KR og gerir sóknarmaðurinn þriggja ára samning.
Eyþór náði aldrei að festa sig í sessi sem leikmaður Blika en hann var lánaður til HK í fyrra.