Liverpool virðist ætla að missa af lestinni þegar kemur að toppsætinu á Englandi en liðið mætti Crystal Palace í dag.
Palace gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Anfield þar sem Eberechi Eze gerði eina mark leiksins.
Liverpool er enn í þriðja sæti deildarinnar og er með tvo sigurleiki úr síðustu fimm deildarleikjum sínum.
Arsenal spilar við Aston Villa síðar í dag og getur komist í toppsætið og væri þar þremur stigum á undan Liverpool.
Einnig áttust við West Ham og Fulham þar em það síðarnefnda vann flottan 2-0 útisigur.
Liverpool 0 – 1 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze(’14)
West Ham 0 – 2 Fulham
0-1 Andreas Pereira(‘9 )
0-2 Andreas Pereira(’72)