KR getur ekki hafið heimaleiki sína í Bestu deildinni á heimavelli, grasið í Vesturbænum er ekki klárt í slaginn.
Þannig hefur verið staðfest á vef KSI.is að leikurinn fari fram á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.
Kalt veður í lofti hefur verið yfir landinu síðustu vikur og miðað við spár mun það halda áfram.
Enn eru tveir grasleikir skráðir í annari umferð en það er leikur FH og HK, og leikur ÍA og Fylkis.
Líklegt er að fleiri grasleikjum verði frestað á næstu vikum.